Um okkur

Við erum tveir félagar með brennandi áhuga á snjallri tækni og einföldum lausnum sem gera daglegt líf auðveldara. Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði síðastliðið sumar, þegar okkur fannst við eyða of miklum tíma í að slá garðinn – í stað þess að njóta hans. Við ákváðum að breyta því, ekki bara fyrir okkur sjálfa heldur fyrir aðra líka.

Við sérhæfum okkur í snjöllum sláttuvélum frá Worx, sem við bjóðum bæði í leigu og sölu. Við sjáum um alla uppsetningu, stillingar og veitum persónulega ráðgjöf sem tryggir að vélarnar henti nákvæmlega þínum garði.

Við leggjum áherslu á traust, þjónustulund og lausnir sem virka – svo þú getir slakað á meðan garðurinn sér um sig sjálfur. Markmiðið okkar er einfalt: að gera garðsláttinn áhyggjulausan og gefa fólki meiri tíma til að njóta sumarsins.

Hafðu Samband

Hefurðu áhuga á að vinna með okkur?
Fylltu út nokkrar upplýsingar og við höfum samband fljótlega. Við hlökkum til að heyra frá þér!